Ferill 23. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
119. löggjafarþing. – 23 . mál.


53. Svar



dómsmálaráðherra við fyrirspurn Svavars Gestssonar um stöðugildi lögreglumanna.

    Þær upplýsingar, sem hér eru birtar, eru byggðar á starfsmannaskrám fjármálaráðuneytis. Einnig eru gefnar upplýsingar um fjölda stöðugilda hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins þar sem starfssvæði hennar er einkum í Reykjavík og nágrannabyggðarlögum. Loks eru birtar upplýs ingar um stöður umfram heimildir á tilteknum tíma þar sem með því fæst raunverulegur heild arfjöldi lögreglumanna við störf á hverjum tíma, en þær stöður koma til viðbótar fjölda stöðu gilda.

     1.     Hve mörg eru stöðugildi lögreglumanna á öllu landinu nú?
    Stöðugildi lögreglumanna á öllu landinu eru nú 606.

     2.     Hve mörg eru stöðugildi lögreglumanna í Reykjavík einni?
    Stöðugildi lögreglumanna í Reykjavík eru 261, en auk þess eru 41 hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins.

     3.     Hve mörg voru stöðugildi lögreglumanna á öllu landinu í árslok 1980, 1985 og 1990?
    Stöðugildi lögreglumanna á öllu landinu í árslok 1980 voru 494. Stöður umfram heimildir á öllu landinu sama ár voru 43.
    Stöðugildi lögreglumanna á öllu landinu í árslok 1985 voru 546. Stöður umfram heimildir á öllu landinu sama ár voru 32.
    Stöðugildi lögreglumanna á öllu landinu í árslok 1990 voru 606.

     4.     Hve mörg voru stöðugildi lögreglumanna í Reykjavík í árslok 1980, 1985 og 1990?
    Stöðugildi lögreglumanna í Reykjavík í árslok 1980 voru 231. Stöður umfram heimildir í Reykjavík sama ár voru 2,5. Auk þess voru 38 stöðugildi hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins á sama tíma.
    Stöðugildi lögreglumanna í Reykjavík í árslok 1985 voru 237. Auk þess voru 38 stöðugildi hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins á sama tíma.
    Stöðugildi lögreglumanna í Reykjavík í árslok 1990 voru 264. Auk þess voru 41 stöðugildi hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins á sama tíma.