Ferill 27. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
119. löggjafarþing. – 27 . mál.


72. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. vegna aðildar Íslands að Alþjóðaviðskiptastofnuninni.

Frá 1. minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar (JBH).



     1.     Við 2. gr. Í stað „hærri“ í 2. málsl. 3. efnismgr. komi: lægri.
     2.     Við 3. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni.
                   a.     Lokamálsliður 1. efnismgr. orðist svo: Tollur á þær vörur, sem fluttar eru inn samkvæmt tollkvótum í viðauka IIIA, skal vera 32% af þeim tolli sem lagður er á viðkom andi vörulið samkvæmt viðauka I.
                   b.     Í stað „grunntaxta viðkomandi vöruliðar eins og hann er tilgreindur í viðauka IIA með lögum þessum“ í lok síðari málsliðar 3. efnismgr komi: þeim tolli sem lagður er á við komandi vörulið samkvæmt viðauka I.
     3.     Við 19. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
                   a.     Í stað „Landbúnaðarráðherra“ í upphafi 1. málsl. 1. efnismgr. komi: Viðskiptaráðherra.
                   b.     Í stað 4. málsl. 3. efnismgr. komi tveir málsliðir er orðist svo: Berist umsóknir um meiri innflutning en sem nemur tollkvóta vörunnar skal viðskiptaráðherra selja heim ildir til tollkvóta á opinberu uppboði. Andvirðið renni í ríkissjóð.
                   c.     Í stað „Landbúnaðarráðherra“ í upphafi 5. efnismgr. komi: Viðskiptaráðherra.
     4.     Við 20. gr. Í stað „Landbúnaðarráðherra“ í upphafi 1. og 3. efnismgr. komi: Viðskiptaráðherra.
     5.     Við 24. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
                   a.     2. efnismgr. orðist svo:
                            Nefndin skal vera ráðherra til ráðuneytis um neðangreind atriði:
                  a.        Viðskiptaráðherra við úthlutun tollkvóta skv. 53. gr. og 53. gr. A.
                  b.    Ákvörðun verðjöfnunargjalda við inn- og útflutning skv. 72. og 73. gr.
                  c.        Viðskiptaráðherra varðandi beitingu viðbótartolla skv. 74. gr.
                  d.    Heimild til innflutnings skv. 10. gr. laga nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim.
                   b.     Í stað „landbúnaðarráðherra“ í 3. efnismgr. komi: ráðherra.
                   c.     Við bætist ný málsgrein er orðist svo:
                            Náist ekki samkomulag í nefndinni skal ráðherra bera málið undir ríkisstjórn áður en ákvörðun verður tekin.
     6.     Við 26. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
                   a.     Við 1. málsl. 1. efnismgr. bætist: hafi ekki verið sannað að ekki berist með þeim smitefni er valda dýrasjúkdómum.
                   b.     1. málsl. 2. efnismgr. orðist svo: Innflutningur á þeim vörum sem taldar eru upp í a–c-liðum er heimill að fengnum meðmælum yfirdýralæknis.
     7.     Við viðauka I. Magntollar í dálki A1 á vöru í köflum 2, 4 og 16 lækki um 23% og verðtollar lækki úr 30% í 20% á vöru í sömu köflum.