Ferill 27. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
119. löggjafarþing. – 27 . mál.


90. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. vegna aðildar Íslands að Alþjóðaviðskiptastofnuninni.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



     1 .     Við 6. gr. Í stað orðsins „sönnun þess“ í 1. málsl. 3. efnismgr. komi: fullnægjandi gögn þess efnis.
     2 .     Við 9. gr. 2. efnismgr. verði 2. og 3. málsl. 1. efnismgr.
     3 .     Við 19. gr. 4. málsl. 3. efnismgr. orðist svo: Berist umsóknir um meiri innflutning en sem nemur tollkvóta vörunnar skal heimilt að láta hlutkesti ráða úthlutun eða leita tilboða í heimildir til innflutnings samkvæmt tollkvótum og skal andvirðið þá renna í ríkissjóð.

Greinargerð.


    Þar sem efasemdir eru um að lækkað verð vegna lægri tolltaxta skili sér til neytenda þykir nefndinni rétt að ráðherra eigi kost á að leita tilboða í heimildir til innflutnings samkvæmt tollkvótum. Jafnframt eru hér lagðar til tvær tæknilegar breytingar á frumvarpinu sem á engan hátt snerta efni þess.