Ferill 3. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
119. löggjafarþing. – 3 . mál.


91. Frumvarp til laga



um breyting á lögum nr. 63/1969, um verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf, með síðari breytingum.

(Eftir 2. umr., 14. júní.)



1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:
     a .     1. mgr. orðast svo:
                  Innflutningur til landsins á vínanda og áfengi, sem í er meira en 2,25% af vínanda að rúmmáli, fer eftir ákvæðum áfengislaga.
     b .     2. mgr. orðast svo:
                  Ríkisstjórninni einni er heimilt að flytja inn frá útlöndum tóbak, hvort heldur er unnið eða óunnið og til hvers sem það er ætlað.

2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
     a .     1. mgr. orðast svo:
                  Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins annast innflutning og innkaup á vínanda, áfengi og tóbaki samkvæmt lögum þessum og dreifingu þessara vara undir yfirstjórn fjármálaráð herra. Þess skal gætt að jafnræði gildi gagnvart öllum birgjum.
     b .     2. mgr. orðast svo:
                  Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins skal einni heimil starfræksla tóbaksgerðar.
     c .     3. mgr. orðast svo:
                  Fjármálaráðherra veitir leyfi til innflutnings og heildsölu á áfengi, svo og til fram leiðslu áfengra drykkja, enda sé slík framleiðsla, sala eða innflutningur ætluð til sölu samkvæmt ákvæðum áfengislaga. Leyfi til heildsölu á áfengi má veita innflytjanda áfeng is, svo og öðrum þeim sem hyggjast endurselja áfengi frá framleiðanda eða innflytjanda.
     d .     4. mgr. orðast svo:
                  Fjármálaráðherra er heimilt að setja skilyrði fyrir því að leyfi sé veitt til framleiðslu áfengis og kveða á um eftirlit.
     e .     Við greinina bætist ný málsgrein sem orðast svo:
                  Ráðherra setur með reglugerð nánari reglur um veitingu leyfis skv. 3. mgr. Skal þar m.a. kveðið á um skilyrði fyrir leyfisveitingu, gildistíma leyfis, afturköllun þess, um auð kenni á áfengi sem látið er af hendi og eftirlit með starfsemi leyfishafa.

3. gr.

    Á eftir 1. málsl. 3. gr. laganna kemur nýr málsliður svohljóðandi: Verð í smásöluverslunum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á hverri vöru fyrir sig skal vera það sama hvar sem er á landinu.

4. gr.

    Við 4. gr. laganna bætist ný málsgrein, 2. mgr., svohljóðandi:
    Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins skal starfa í tveimur deildum er séu aðgreindar rekstrar lega og fjárhagslega. Skal önnur deildin hafa með höndum innflutning og heildsölu áfengis en hin skal annast smásölu áfengis. Fjármálaráðherra skal skipa Áfengis- og tóbaksverslun rík isins stjórn og setja með reglugerð nánari ákvæði um skipulag hennar.

5. gr.

    1. málsl. 5. gr. laganna orðast svo: Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins selur áfengi innan lands, sbr. 11. gr. áfengislaga.

6. gr.

    7. gr. laganna fellur brott.

7. gr.

    8. gr. laganna orðast svo:
    Leggja skal hald á vörur þær sem lög þessi taka til og inn eru fluttar eða framleiddar í heimildarleysi. Innfluttar vörur skulu afhentar Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins til ráðstöfun ar.

8. gr.

    Heiti laganna verður: Lög um verslun með áfengi og tóbak.

9. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. ágúst 1995.