Samningsveð

Fimmtudaginn 01. febrúar 1996, kl. 12:46:00 (2626)

1996-02-01 12:46:00# 120. lþ. 82.3 fundur 274. mál: #A samningsveð# frv., BH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur


[12:46]

Bryndís Hlöðversdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég tel í fyrsta lagi ekki ráðlegt að setja mig í einhverjar dómarastellingar um það hver sé staðan nú í þessum málum. En væntanlega er staða mála sú að það sem var reynt að gera með ákvæðinu í upprunalegu frumvarpsdrögunum kemur ekki til framkvæmda sem er frekari staðfesting á því að þetta sé heimilt. Og eins og komið hefur fram í umræðunum í dag þá er staða mála væntanlega sú að eftir stendur að þessar veðsetningar eru alfarið á ábyrgð þeirra sem taka slík veð sem tryggingu í sínum viðskiptum. Vera má að meðferð frv. á þingi og það að þetta ákvæði hafi verið tekið út geti haft einhverja frekari þýðingu. En það er mitt mat nú að þetta standi eftir. Veðsetningarnar koma væntanlega til með að halda áfram óáreittar en eftir sem áður er það fyrst og fremst á ábyrgð þeirra sem taka slík veð fyrir samtryggingu. Að mínu mati er það svo.