Samningsveð

Fimmtudaginn 01. febrúar 1996, kl. 14:19:05 (2636)

1996-02-01 14:19:05# 120. lþ. 82.3 fundur 274. mál: #A samningsveð# frv., SighB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur


[14:19]

Sighvatur Björgvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla að nota þetta tækifæri til að ítreka það sem hv. 19. þm. Reykv. sagði með réttu að hugmyndinni um veiðileyfagjald í einhverju formi vex nú stöðugt stuðningur. Það hefur komið fram hjá henni og flokkssystrum hennar að Kvennalistinn er sammála. Þjóðvaki hefur flutt tillögu um sama efni í þinginu. Það hefur komið fram í viðræðum við forsvarsmenn Alþb. að í þeim flokki á sér stað umræða um veiðileyfagjald í einhverju formi og í útvarpinu í gær var viðtal við einn af þingmönnum Framsfl., hv. þm. Hjálmar Árnason, þar sem hann sagði m.a. að þessi umræða ætti sér einnig stað innan Framsfl. og þykja mér það mikil og merk tíðindi.

Ég þakka hv. þm. Guðnýju Guðbjörnsdóttur fyrir að vekja enn frekari athygli á þessu því að þetta eru merkilegar fréttir sem hér eru sagðar. Að mínu viti er að skapast mikill meiri hluti í þinginu fyrir því að breyta fiskveiðistjórnunarkerfi að einhverju leyti og taka upp kerfi sem tryggir þjóðinni eðlilegt afgjald fyrir afnot af sameiginlegri auðlind.