Samningsveð

Fimmtudaginn 01. febrúar 1996, kl. 14:37:22 (2642)

1996-02-01 14:37:22# 120. lþ. 82.3 fundur 274. mál: #A samningsveð# frv., KPál (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur


[14:37]

Kristján Pálsson (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla ekki að hafa mörg orð um þetta. Ég veit ekki hvað hv. þm. Guðni Ágústsson kallar að baða sig en ég hef fylgst með þeirri umræðu sem hefur farið fram í fjölmiðlum um þetta mál og vísa einfaldlega til hennar.

Ég held líka að Framsfl. hefði átt að hugsa málið til enda þegar þeir heimiluðu 1988 að aflaheimildir mætti færa sem eign til að hægt væri að komast inn í Hlutafjársjóð því þá stæðum við ekki frammi fyrir þeim vandamálum sem við stöndum nú frammi fyrir að þjóðin efast um það hvort auðlindin, sameign þjóðarinnar, er í rauninni eign þjóðarinnar eða einhverra fáeinna manna.