Tímareikningur á Íslandi

Mánudaginn 05. febrúar 1996, kl. 16:38:22 (2718)

1996-02-05 16:38:22# 120. lþ. 83.13 fundur 197. mál: #A tímareikningur á Íslandi# frv., GHall (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 83. fundur


[16:38]

Guðmundur Hallvarðsson (andsvar):

Herra forseti. Örstutt. Eins og hv. þm. Vilhjálmur Egilsson kom inn á er ég mjög ánægður með það víðsýni sem mér hefur hlotnast í gegnum starf mitt á árum áður. Hins vegar er það svo mikið að ég sé ókosti við að breyta klukkunni. Hv. þm. Vilhjálmur Egilsson talaði um að nú þegar hefði allt breyst yfir sumartímann, nú væri veitingasala og fleira farin að fara fram úti á strætum og torgum. Það er bara vegna þess að búið er að breyta lögum um veitingahúsarekstur og kannski á sú breyting sem var gerð á áfengislögunum þarna hlut að máli.

Allt um það. Ég vil hafa lokaorð mín í þessu að það er einfaldlega líffræðileg staðreynd að svefn og vaka manna stjórnast af birtu og myrkri.