Fæðingarorlof

Mánudaginn 05. febrúar 1996, kl. 17:23:19 (2725)

1996-02-05 17:23:19# 120. lþ. 83.14 fundur 226. mál: #A fæðingarorlof# þál., Flm. GGuðbj
[prenta uppsett í dálka] 83. fundur


[17:23]

Flm. (Guðný Guðbjörnsdóttir):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka þeim sem hafa tekið þátt í umræðunni um leið og ég læt í ljós vonbrigði yfir að þeir urðu ekki fleiri en raun varð á. Einkum og sér í lagi sakna ég þess að hæstv. heilbrrh. hefur ekki verið í salnum og sá ekki ástæðu til þess að taka þátt í umræðunni, ekki síst vegna þess að hún vinnur nú að þessu máli. Vonandi tekur hún mið af þeim viðhorfum sem hér hafa verið sett fram.

Kvennalistinn hefur eins og fram kom í máli mínu áðan látið sig fæðingarorlof varða alveg frá upphafi. Þó að tillögur hans hafi ekki verið samþykktar eða þau frumvörp sem hann hefur lagt fram, þá hafa þau sjónarmið sem Kvennalistinn hefur staðið fyrir smám saman orðið ofan á. Það er vissulega von mín að svo verði einnig varðandi þau mál sem hér eru reifuð. Það er ljóst að nú virðist vera að myndast mjög víðtæk samstaða um þau sjónarmið sem hér eru reifuð.

Ég vil að lokum leggja til að tillögunni verði vísað til síðari umr. og hv. heilbr.- og trn.