Gjald af áfengi

Þriðjudaginn 06. febrúar 1996, kl. 15:38:26 (2749)

1996-02-06 15:38:26# 120. lþ. 84.9 fundur 269. mál: #A gjald af áfengi# (forvarnasjóður) frv. 85/1996, Flm. MF
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur


[15:38]

Flm. (Margrét Frímannsdóttir):

Virðulegi forseti. Ég kem til að þakka sérstaklega fyrir ræðu hv. þm. Rannveigar Guðmundsdóttur sem ég veit að þekkir þessi mál og þekkir þann vanda sem við er að etja bæði af störfum sínum sem þingmaður og sem ráðherra á sínum tíma. Ég tek sérstaklega undir þá tillögu hennar að nefndir heilbrigðis- og félagsmála hittist og auðvitað mætti þar koma inn í inn í menntmn. til þess að fjalla um þennan vanda sameiginlega og hvernig hægt er að samræma þær aðgerðir sem þarf að fara í.

Við megum heldur ekki gleyma einum þætti sem oft vill verða út undan í umræðunni og það er meðferð ungra afbrotamanna sem hafa leiðst út í afbrot vegna fíkniefnaneyslu. Ungmenni eru sakhæf 15 ára og þess vegna er um unglinga að ræða sem brjóta af sér og um þeirra mál er fjallað.

Ég vil aðeins ítreka að við þurfum á því að halda að það fjármagn sem er sýnilegt á fjárlögum til forvarnastarfsemi megi nýta hvort heldur sem er til forvarnastarfsemi vegna áfengisneyslu eða annarrar vímuefnaneyslu.