Aðgengi fatlaðra að Þjóðleikhúsinu

Miðvikudaginn 07. febrúar 1996, kl. 14:18:05 (2773)

1996-02-07 14:18:05# 120. lþ. 85.4 fundur 267. mál: #A aðgengi fatlaðra að Þjóðleikhúsinu# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., MF
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur


[14:18]

Margrét Frímannsdóttir:

Virðulegi forseti. Ég vil fyrir það fyrsta þakka hv. fyrirspyrjanda fyrir að vekja athygli á aðgengi fatlaðra eða möguleikum fatlaðra til að njóta sýninga í Þjóðleikhúsinu. Jafnframt fannst mér svör hæstv. ráðherra afar léleg. Það er í sjálfu sér ekkert til að hrósa sér af þó að það séu einhverjir möguleikar fyrir átta fatlaða einstaklinga í hjólastól að komast að við sýningu í Þjóðleikhúsinu. Ég vil bara minna á að í gegnum tíðina hefur uppbygging á allra handa húsnæði fyrir félags- og tómstundastarf verið með þátttöku hins opinbera, ýmist ríkis eða sveitarfélaga eða hvoru tveggja. Og í langflestum tilvikum er því þannig háttað að fatlaðir geta ekki notið menningarstarfs til jafns á við aðra. Ég hefði gjarnan viljað heyra það að hæstv. menntmrh. setti sér ákveðið markmið og skýrði frá því hvernig þau eru.