Tilkynning um utandagskrárumræðu

Fimmtudaginn 08. febrúar 1996, kl. 10:30:35 (2776)

1996-02-08 10:30:35# 120. lþ. 87.99 fundur 177#B tilkynning um utandagskrárumræðu#, Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur


[10:30]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Forseti vill láta þess getið að kl. 13 í dag fer fram utandagskrárumræða um stöðu heilbrigðismála að beiðni þingflokka stjórnarandstöðunnar. Málhefjandi er hv. 14. þm. Reykv., Kristín Ástgeirsdóttir, en hæstv. heilbr.- og trmrh. verður til andsvara. Umræðan verður skv. 2. mgr. 50. gr. þingskapa, þ.e. umræðutími um málið verður ótakmarkaður. Ræðutími hvers þingmanns er fimmtán mínútur tvisvar en málshefjandi og ráðherra hafa þó allt að 30 mínútur í fyrra sinnið.

Forseti vekur athygli á því að umræðan hefst kl. 13 en ekki kl. 13.30 eins og áður hafði verið rætt um. Hádegishlé verður því að þessu sinni á milli kl. 12.30 og 13.