Ástand heilbrigðismála

Fimmtudaginn 08. febrúar 1996, kl. 14:37:40 (2797)

1996-02-08 14:37:40# 120. lþ. 87.91 fundur 175#B ástand heilbrigðismála# (umræður utan dagskrár), ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur


[14:37]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Ekki skal ég nota mínútuna alla. Ég kem bara upp til þess að biðja hv. þm. Hjálmar Jónsson afsökunar. Rétt skal vera rétt. Ég ætlaði ekki að móðga hann. Ég vissi ekki þar til nú að í stjórnarliðinu þætti það sérstakt skammaryrði að bendla menn við Framsfl. eins og honum bersýnilega þykir. Ég bið hann afsökunar á því að hafa látið mér koma nokkru sinni til hugar að hann hafi tengst þeim flokki.