Ástand heilbrigðismála

Fimmtudaginn 08. febrúar 1996, kl. 15:36:15 (2806)

1996-02-08 15:36:15# 120. lþ. 87.91 fundur 175#B ástand heilbrigðismála# (umræður utan dagskrár), ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur


[15:36]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla ekki að taka afstöðu til þess hver er með hvers konar málflutning í ræðustóli Alþingis og ætla ekki að tala afsöðu til málefnaauðgi þess ræðumanns sem talaði áðan. Aftur á móti tel ég mig hafa rökstutt mjög rækilega mál mitt í átta liðum hvernig ríkisstjórnin veitist að lítilmagnanum. Það er verulega verið að veitast að lítilmagnanum og ég vísa því til hæstv. ráðherra því að ég treysti honum til þess að snúa þessari þróun við.