Ástand heilbrigðismála

Fimmtudaginn 08. febrúar 1996, kl. 15:43:04 (2810)

1996-02-08 15:43:04# 120. lþ. 87.91 fundur 175#B ástand heilbrigðismála# (umræður utan dagskrár), ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur


[15:43]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég þykist þekkja vel þessar úthlutunarreglur um bílastyrki til hreyfihamlaðra. Það er rétt að þeir eru ekki allir öryrkjar sem eru hreyfihamlaðir, kannski ekki með greiðslur frá Tryggingastofnun sem betur fer vegna þess að þeir geta margir hverjir verið úti í atvinnulífinu. En flestir þeirra sem hafa fengið þessa styrki hafa verið öryrkjar eða lífeyrisþegar, a.m.k. með vottorð um það að þeir búi við það mikla hreyfihömlun að þeir þurfi að fá aðstoð til þess að komast leiðar sinnar. Þeir geti ekki nýtt sér almenningssamgöngur eða komist leiðar sinnar nema hafa bifreið til umráða. Það hefur verið tekið mjög strangt á því hjá Tryggingastofnun enda þarf að sortera út þá sem geta fengið þessa styrki í hvert skipti og það fer eftir þörf því að umsóknirnar hafa verið mun fleiri en styrkir hafa verið til úthlutunar.