Ástand heilbrigðismála

Fimmtudaginn 08. febrúar 1996, kl. 16:11:48 (2819)

1996-02-08 16:11:48# 120. lþ. 87.91 fundur 175#B ástand heilbrigðismála# (umræður utan dagskrár), JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur


[16:11]

Jón Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Það er alltaf ánægjulegt að fá að vera samvistum við hv. 15. þm. Reykv. En ég þarf ekki að fá hann til þess að lesa fyrir mig. Ég er þokkalega læs og varð það nokkuð snemma. Hitt er svo annað mál að þegar ég átti hlut að því að semja kosningastefnuskrá Framsfl. minnist ég þess, þótt ég sé vændur um minnisleysi í þessum ræðustól, að fyrsta versið í þeirri kosningastefnuskrá var að ná jafnvægi í ríkisfjármálum og það var undirstaðan undir öðrum markmiðum sem við ætluðum að ná. Það man ég ljóslega og get sýnt hv. 15. þm. Reykv. þegar við tökum lestraræfingu saman. Við náum ekki neinum markmiðum í velferðarkerfinu með því að safna upp halla á ríkissjóði sambærilegum þeim tölum sem ég las upp áðan í ræðu minni.