Ástand heilbrigðismála

Fimmtudaginn 08. febrúar 1996, kl. 18:18:36 (2856)

1996-02-08 18:18:36# 120. lþ. 87.91 fundur 175#B ástand heilbrigðismála# (umræður utan dagskrár), SF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur


[18:18]

Siv Friðleifsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég vil bara ítreka að ef fólk í salnum tekur orðum mínum þannig að ég velti allri ábyrgð yfir á síðustu ríkisstjórn, þá voru þau ekki þannig meint. Ég tók einungis dæmi. Ég vil að það komi skýrt fram að vandinn er ekki einungis síðustu ríkisstjórn að kenna. Vandinn á sér mun lengri aðdraganda.