Ástand heilbrigðismála

Fimmtudaginn 08. febrúar 1996, kl. 18:38:07 (2859)

1996-02-08 18:38:07# 120. lþ. 87.91 fundur 175#B ástand heilbrigðismála# (umræður utan dagskrár), ÁMM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur


[18:38]

Árni M. Mathiesen (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Láru Margréti Ragnarsdóttur hlýleg orð í minn garð. Það þarf út af fyrir sig ekki að koma hv. þingmönnum á óvart þótt það sé samhljómur í því sem við erum að segja þar sem við tilheyrum bæði sama flokki. En hvað varðar DRG-kerfið sem hv. þm. nefndi í sinni ræðu og eins í andsvarinu er okkur kunnugt um þetta kerfi í hv. fjárln. en það virðist ekki hafa skilað sér í þeim upplýsingum sem við höfum verið að biðja um í nefndinni og eins veit ég að það hefur heldur ekki skilað sér til heilbrrh. Ef kerfið er það sem sagt er að það sé og hægt er að fá þær upplýsingar úr því sem menn hafa vonast eftir þá er einlæg ósk mín að það geti komist sem fyrst í notkun og það skili sér til okkar sem fyrst við ákvarðanatöku.