Ástand heilbrigðismála

Fimmtudaginn 08. febrúar 1996, kl. 19:40:43 (2872)

1996-02-08 19:40:43# 120. lþ. 87.91 fundur 175#B #, heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur


[19:40]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Bara í lokin. Ég er sammála hv. þm. Þessi kostun má ekki stýra okkur. En ég tel að það sé engin veruleg hætta í því fólgin að þiggja gjafir t.d. á afmælum fyrirtækja o.s.frv. séu það ekki einhverjar þvílíkar upphæðir að þær stýri kerfinu. Það hefur ekki gerst hingað til að mínu mati.