Tilkynning um dagskrá

Mánudaginn 12. febrúar 1996, kl. 15:23:12 (2884)

1996-02-12 15:23:12# 120. lþ. 88.98 fundur 188#B tilkynning um dagskrá#, Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 88. fundur


[15:23]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Nú hagar svo til um 2.--4. dagskrármál að þau fjalla öll um breytingu á sömu lögum, um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri. Það er því tillaga forseta, samkvæmt 3. mgr. 63. gr. þingskapa, að umræða um þau þrjú dagskrármál fari fram saman, þannig að ráðherra og flutningsmenn flytji framsöguræður en síðan fari umræða fram á venjulegan hátt. Ef ekki eru athugasemdir um þessa skipan mála skoðast það samþykkt.

Þá hefur borist bréf frá formanni þingflokks Alþb. og óháðra, svohljóðandi:

,,Með vísan til 3. mgr. 55. gr. laga um þingsköp Alþingis og hliðsjón af því að til stendur að ræða 2.--4. dagskrármál saman leyfi ég mér að óska eftir því fyrir hönd þingflokks Alþb. og óháðra að umræðutími um þau mál þrjú, um erlenda fjárfestingu, verði tvöfaldur.

Svavar Gestsson,

formaður þingflokks Alþb. og óháðra.``

Þessi er réttur þingflokka og verður ræðutími því tvöfaldur. Ráðherra og flutningsmenn hafa eina klukkustund til framsögu hver en hver þingmaður 40 mín. í fyrra sinn og 20 mín. í síðara sinn. Mér sýnist því að við ættum að hafa framsöguræðurnar af fyrir kvöldmat ef vel gengur.