Fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri

Mánudaginn 12. febrúar 1996, kl. 16:10:19 (2887)

1996-02-12 16:10:19# 120. lþ. 88.2 fundur 254. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (EES-reglur, fiskveiðar og fiskvinnsla) frv. 46/1996, 242. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (sjávarútvegsfyrirtæki) frv., 307. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (sjávarútvegsfyrirtæki) frv., TIO (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 88. fundur


[16:10]

Tómas Ingi Olrich (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér fannst að síðasti ræðumaður hefði þurft að gera betri grein fyrir því hvers vegna hann leggur til að leyfð verði bein fjárfesting í sjávarútvegi með takmörkuðum hætti. Mér fannst skorta í hans málflutningi skýringar á því hverjar hætturnar eru ef við leyfum fjárfestingu í íslenskum sjávarútvegi ótakmarkað. Þetta er einmitt ágreiningurinn í málinu. Hvort og hversu mikið á að leyfa fjárfestinguna í sjávarútveginum. Því er mjög brýnt að fá fram viðhorfið til þess hvaða hættur við sköpum okkur með því að ganga lengra en frv. það sem hv. þm. er 1. flm. að og hvaða áhættu við tökum með því vegna þess að hér liggja frammi tillögur um að ganga einmitt mun lengra.