Fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri

Mánudaginn 12. febrúar 1996, kl. 18:39:02 (2912)

1996-02-12 18:39:02# 120. lþ. 88.2 fundur 254. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (EES-reglur, fiskveiðar og fiskvinnsla) frv. 46/1996, 242. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (sjávarútvegsfyrirtæki) frv., 307. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (sjávarútvegsfyrirtæki) frv., Flm. KPál (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 88. fundur


[18:39]

Flm. (Kristján Pálsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég held að forsenda þess að yfirleitt sé hægt að hækka laun og bæta kjör sé að fyrirtæki geti gengið vel. Mér finnst því vera dálítil mótsögn í því að segja að íslensk fyrirtæki hafi jafnvel trassað að hækka laun starfsfólks síns þrátt fyrir bætta afkomu. Ég kannast ekki við það og hefði gjarnan viljað fá betri skýringar á því.

Ég held að óhætt sé að segja að atvinnulífið hefur yfirleitt brugðist þannig við þegar tækifæri hefur verið til að bæta afkomu fólksins og það hygg ég að gerist enn frekar eftir því sem samskiptin eins og ég sagði áðan verða meiri við sem flesta í heiminum.