Fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri

Mánudaginn 12. febrúar 1996, kl. 19:00:13 (2921)

1996-02-12 19:00:13# 120. lþ. 88.2 fundur 254. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (EES-reglur, fiskveiðar og fiskvinnsla) frv. 46/1996, 242. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (sjávarútvegsfyrirtæki) frv., 307. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (sjávarútvegsfyrirtæki) frv., Flm. ÁE (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 88. fundur


[19:00]

Flm. (Ágúst Einarsson) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Varðandi ummæli hv. þm. Kristjáns Pálssonar um það að þingflokkur Þjóðvaka fékk sitt frv. rætt með frv. ríkisstjórnarinnar tel ég rétt að það kom fram í þessari umræðu að engin slík ósk var borin fram af hálfu flm. þessa frv. Það var alfarið ákvörðun forseta að tengja saman þessi tvö frv. Mér skilst að ekki sé óalgengt að slíkt sé gert án þess að ég þekki þar vel til. Síðan er þriðja frv. tengt við en þessi tenging hefur ekkert með óskir okkar flm. þessa þingmannafrv. að gera. Þetta var ákvörðun sem forseti tók. Við vorum bara spurðir hvort okkur fyndist þetta í lagi og við játuðum því. Okkur fannst þetta eðlileg málsmeðferð enda skildist okkur, sem erum ekki svo mjög þingreyndir, að þetta væri ekki óalgeng málsmeðferð varðandi sambærileg frumvörp. Ummæli hv. þm. varðandi frumkvæði að þessum málum voru sem sagt röng.