Fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri

Mánudaginn 12. febrúar 1996, kl. 19:01:46 (2922)

1996-02-12 19:01:46# 120. lþ. 88.2 fundur 254. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (EES-reglur, fiskveiðar og fiskvinnsla) frv. 46/1996, 242. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (sjávarútvegsfyrirtæki) frv., 307. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (sjávarútvegsfyrirtæki) frv., Flm. KPál (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 88. fundur


[19:01]

Flm. (Kristján Pálsson) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Varðandi fyrirkomulagið á því að leggja mál fram, tek ég fram að forseti sagði mér ekkert um það hvernig þetta hefði verið gert. Mér var sagt að það hefði verið borið undir viðskrh. hvort frumvarp þingmanna Þjóðvaka gæti tengst hinu frv. og hann hefði heimilað það. Talið var að umræðan yrði kannski samþjappaðri og almennari ef þessi þrjú frumvörp kæmu fram saman.

Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki langa þingreynslu og veit ekki hvort þetta er almenn venja. En eftir því sem þingreyndari menn segja er mjög óvanalegt að tengja saman stjórnarfrumvarp og frumvarp frá stjórnarandstöðunni og bæta svo enn einu frv. við hin tvö. Það ætti þó að vera óþarfi að flækja umræðuna og vaða úr einu í annað eins og mér finnst hv. þm. Ágúst Einarsson gera. Allt í einu er hann farinn að tala um að það sé eitthvert aðalmál að okkar frv. sé með þessu. Ég verð að segja að það vekur mér furðu að tenging þessara frumvarpa skuli verða tilefni til sérstakra umræðna.