Vegáætlun 1995--1998

Þriðjudaginn 13. febrúar 1996, kl. 14:10:17 (2933)

1996-02-13 14:10:17# 120. lþ. 89.1 fundur 295. mál: #A vegáætlun 1995--1998# (endurskoðun fyrir 1996) þál. 12/1996, samgrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur


[14:10]

Samgönguráðherra (Halldór Blöndal) (andsvar):

Herra forseti. Það er einungis tvö atriði. Í fyrsta lagi er sá skilningur uppi milli fjmrn. og samgrn. sem ég gleymdi að taka fram áðan að þær 637 millj. sem gert er ráð fyrir að fari í ríkissjóð munu koma til greiðslu á skuldum þannig að hinar mörkuðu tekjur renna allar saman til vegamála og til þess að greiða af ferjunum og er ástæðulaust að vera að reyna að draga einhverja fjöður yfir það.

Í annan stað, sem var raunar mjög dæmigert fyrir málflutning hv. þm., þá talaði hann um að skerðingin á vegafénu mundi fyrst og fremst bitna á hinum almennu og miðlungsstóru verkefnum úti á landi, minni verktökum úti á landi tók hann sérstaklega fram og sá ástæðu til að biðla til þeirra. Þetta er þvert ofan í staðreyndir. Það er gert ráð fyrir því í þessu þskj. að almennur niðurskurður verði rúm 18% en niðurskurðurinn á framkvæmdaátakinu sem m.a. stendur undir stórframkvæmdunum í Reykjavík verði 36 eða 37% eða helmingi meiri. Samt sem áður kemur hv. þm. hér og er að reyna að halda hinu gagnstæða fram, auðvitað til þess að reyna að vekja ranghugmyndir um það sem hér er lagt fyrir og einskis annars.