Vegáætlun 1995--1998

Þriðjudaginn 13. febrúar 1996, kl. 15:20:33 (2958)

1996-02-13 15:20:33# 120. lþ. 89.1 fundur 295. mál: #A vegáætlun 1995--1998# (endurskoðun fyrir 1996) þál. 12/1996, ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur


[15:20]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Það er gott að fá það staðfest að það er vilji Framsfl. að skera mest niður á höfuðborgarsvæðinu. Það er staðfest af orðum hæstv. samgrh. að það sé vilji Framsfl. að skera mest niður hér á höfuðborgarsvæðinu þar sem helmingur fylgis Framsfl. er og eins og kom fram hjá hv. þm. Siv Friðleifsdóttur. Við skulum halda þessu til haga.

Það kom fram í máli mínu áðan að 18% niðurskurður er á landsvísu á vegafé og auðvitað er það bagalegt þar sem þarf að skera niður. En langerfiðasti niðurskurðinn lendir á Reykjavík og höfuðborgarsvæðinu. 37% niðurskurður meðan það er 18% á landsvísu og það er alvarlegt, hæstv. samgrh. Það er alvarlegt. Norðurl. e. og höfuðborgarsvæðið fara verst út úr þessum niðurskurði á framkvæmdafé sem er eftir höfðatölu.

Ég fagna því að hæstv. ráðherra hafi fé til að leggja í Akureyrarflugvöll og mig langar að spyrja hvort eitthvað af því viðbótarfé fari til höfuðborgarsvæðisins.