Vegáætlun 1995--1998

Þriðjudaginn 13. febrúar 1996, kl. 16:33:19 (2980)

1996-02-13 16:33:19# 120. lþ. 89.1 fundur 295. mál: #A vegáætlun 1995--1998# (endurskoðun fyrir 1996) þál. 12/1996, MS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur


[16:33]

Magnús Stefánsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég hef orðið var við að hv. þm. er óhress með niðurskurð á höfuðborgarsvæðinu í vegamálum. Ég hygg að allir þingmenn alls staðar af landinu séu ekkert mjög hressir með það að þurfa að skera niður fjármagn til vegaframkvæmda. Í þeim efnum falla allir undir sama hattinn. Hv. þm. talar um sanngirnissjónarmið. Ég get líka sagt að ég hygg að hægt væri að færa rök fyrir því að niðurskurður í vegáætlun ætti eingöngu að koma fram í framkvæmdaátaki. Það væri hægt að færa rök fyrir því. En það eru víðar sanngirnissjónarmið en hv. þm. nefndi og þess vegna hafa þingmenn ekki deilt á að tekið sé á þeim málum með þeim hætti sem hér liggur fyrir. Í umræðunni hafa komið fram raddir þingmanna á þéttbýlissvæðinu sem hafa mótmælt niðurskurði á framkvæmdaátakinu. En ég vil benda á að það er hægt að færa rök fyrir hinu líka.