Vegáætlun 1995--1998

Þriðjudaginn 13. febrúar 1996, kl. 16:34:30 (2981)

1996-02-13 16:34:30# 120. lþ. 89.1 fundur 295. mál: #A vegáætlun 1995--1998# (endurskoðun fyrir 1996) þál. 12/1996, ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur


[16:34]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Það er auðvitað ekkert sanngirnissjónarmið þegar höfuðborgarsvæðið lendir í 37% niðurskurði en önnur svæði í 18% niðurskurði. Það er helmingi meiri niðurskurður á höfuðborgarsvæðinu en annars staðar.

Eins og hefur komið fram í umræðunni var samkomulagsatriði milli ríkisstjórnarinnar og aðila á vinnumarkaði að beita sér fyrir þessu framkvæmdaátaki og var gerður samningur um það fyrir ári. Með þessum vinnubrögðum er verið að brjóta samninginn. Kannski finnst hv. þm. til fyrirmyndar að brjóta gerða samninga.