Fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri

Miðvikudaginn 14. febrúar 1996, kl. 14:31:12 (3013)

1996-02-14 14:31:12# 120. lþ. 90.2 fundur 254. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (EES-reglur, fiskveiðar og fiskvinnsla) frv. 46/1996, 242. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (sjávarútvegsfyrirtæki) frv., 307. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (sjávarútvegsfyrirtæki) frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 90. fundur


[14:31]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Það getur vel verið að erlendir aðilar geti haft áhrif hvort sem er í gegnum 16% eða 49% á rekstur viðkomandi útgerðar og fiskvinnslufyrirtækis. En þau hlíta engu að síður íslenskum lögum og þau borga skatta til íslenska ríkisins nákvæmlega eins og Íslendingar ættu þau. Ég sé ekki þennan eðlismun sem verður á því að maður gerist útlendingur eða útlendingur gerist Íslendingur.