Fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri

Miðvikudaginn 14. febrúar 1996, kl. 14:31:52 (3014)

1996-02-14 14:31:52# 120. lþ. 90.2 fundur 254. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (EES-reglur, fiskveiðar og fiskvinnsla) frv. 46/1996, 242. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (sjávarútvegsfyrirtæki) frv., 307. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (sjávarútvegsfyrirtæki) frv., GHall (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 90. fundur


[14:31]

Guðmundur Hallvarðsson (andsvar):

Herra forseti. Það er hvorki hræðsla né hrollvekja sem mig hrærir varðandi þetta mál heldur er staðreyndin sú að það sem ætti að standa en stendur ekki í frv. þeirra fjórmenninga, flokksbræðra minna, er það að hér ætla þeir að leggja til að erlendir aðilar eigi meiri hluta í fiskvinnslufyrirtækjum sem gæti leitt til sérstaks ástands í verðlagningu sjávarafurða. Þess vegna get ég ekki fylgt þeim félögum mínum hvað þetta mál áhrærir enda stend ég að því frv. sem ríkisstjórnin hefur lagt fram og samþykkt hefur verið í þingflokki okkar.