Fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri

Miðvikudaginn 14. febrúar 1996, kl. 16:02:50 (3038)

1996-02-14 16:02:50# 120. lþ. 90.2 fundur 254. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (EES-reglur, fiskveiðar og fiskvinnsla) frv. 46/1996, 242. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (sjávarútvegsfyrirtæki) frv., 307. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (sjávarútvegsfyrirtæki) frv., TIO (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 90. fundur


[16:02]

Tómas Ingi Olrich (andsvar):

Virðulegi forseti. Það sem ekki virðist hafa komist til skila í andsvari mínu til hv. þm. Kristjáns Pálssonar er að það er ekki prósentan í eignaraðildinni sem skiptir sköpum um það hvort menn hafa ráðandi stöðu í fyrirtæki eða ekki. Ég vildi þess vegna spyrja hv. þm. hvort honum sé ekki kunnugt um að menn telji sig geta haft stjórn á fyrirtæki þótt eignaraðild þeirra sé ekki meiri en 30% af fyrirtækinu. Það er einmitt vegna þess að við tengjum saman auðlindina í gegnum kvótann og eignaraðild að fiskveiðum sem við viljum fara fram af varfærni í málinu og slá varnagla við þeirri miklu eignaraðild sem lögð er til í þessu frv.