Fjárreiður ríkisins

Fimmtudaginn 15. febrúar 1996, kl. 12:08:08 (3051)

1996-02-15 12:08:08# 120. lþ. 91.1 fundur 297. mál: #A fjárreiður ríkisins# frv., StB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 91. fundur


[12:08]

Sturla Böðvarsson (andsvar):

Herra forseti. Hv. 11. þm. Reykn. flutti hér ágæta ræðu og málefnalega um frv. en eitt atriði vildi ég spyrja hann um. Hann fjallaði um það með hvaða hætti færa ætti veiðileyfagjald, hvort það væri flokkað undir skatttekjur eða rekstrartekjur. Ég vildi af þessu tilefni spyrja hv. þm. um það hvar hann telji að eigi að færa veiðileyfagjald ef það yrði á lagt, hvar í ríkisreikning og hvar við gætum sett í fjárlagafrv. og fjárlög veiðileyfagjaldið. Þetta er fyrir marga brennandi spurning og vegna þess að ég veit að hv. þm. hefur velt þessu nokkuð fyrir sér þá vildi ég í þessari umræðu fá þetta fram hjá hv. þm.