Fjárreiður ríkisins

Fimmtudaginn 15. febrúar 1996, kl. 13:02:36 (3063)

1996-02-15 13:02:36# 120. lþ. 91.1 fundur 297. mál: #A fjárreiður ríkisins# frv., SighB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 91. fundur


[13:02]

Sighvatur Björgvinsson (andsvar):

Herra forseti. Rétt skal vera rétt eins og hv. þm. hefur staðfest, en ég vil aðeins ítreka það sem hann sagði þegar hann vakti athygli á því að hér er ekki um að ræða eitthvert nýmæli að frumkvæði fjmrh. heldur að verulegu leyti sjö ára gamalt mál sem tekið var upp að frumkvæði alþingismanna og átti þá mjög eindregna andstæðinga í fjmrn. Nú hefur þetta frumkvæði alþingismanna borið þann árangur að fjmrn. hefur skipt um skoðun og flytur nú þær skoðanir sjálft sem það mælti hvað harðast á móti fyrir sjö árum síðan.