Tóbaksvarnir

Fimmtudaginn 15. febrúar 1996, kl. 14:52:18 (3073)

1996-02-15 14:52:18# 120. lþ. 91.2 fundur 313. mál: #A tóbaksvarnir# (aldursmörk, munntóbak, reyklaus svæði o.fl.) frv. 101/1996, heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 91. fundur


[14:52]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég gat þess í upphafi að samkvæmt alþjóðlegum samþykktum verðum við að merkja pakkana með viðvörunarmerkjum og viðvörunarmerkin eru þessi: Reykingar valda krabbameini. Reykingar valda hjartasjúkdómum. Reykingar valda banvænum sjúkdómum. Reykingar valda dauða. Reykingar þínar eru heilsuspillandi fyrir þá sem eru nálægt þér. Ef þú hættir að reykja dregur það úr líkum á alvarlegum sjúkdómum. Reykingar valda fíkn. Verndið börnin. Látið þau ekki anda að sér tóbaksreyk.

Ég tel að það séu alveg fullgild rök sem alþjóðlegu samþykktirnar byggja á þannig að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af samþykktum EES varðandi þetta atriði.