Tóbaksvarnir

Fimmtudaginn 15. febrúar 1996, kl. 16:53:27 (3088)

1996-02-15 16:53:27# 120. lþ. 91.2 fundur 313. mál: #A tóbaksvarnir# (aldursmörk, munntóbak, reyklaus svæði o.fl.) frv. 101/1996, heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 91. fundur


[16:53]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það kemur skýrt fram í frv. Það er bannað að selja unglingum innan við 17 ára aldur tóbak. Það er alveg skýrt. (GGuðbj: Nei, það er ekki skýrt.) Enn einu sinni kem ég inn á myndböndin. Er það listform að sýna áberandi reykingar í myndbandsgerð? Er það eitthvert ákveðið listform? Ég sé það ekki. Reykingar eru náttúrlega áberandi þegar stöðugt er reykt eins og við sjáum oft í þessum myndböndum. Það er sem sagt einfaldlega verið að stemma stigu við stöðugum reykingum í myndbandagerð.