Fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri

Mánudaginn 19. febrúar 1996, kl. 17:23:49 (3147)

1996-02-19 17:23:49# 120. lþ. 92.3 fundur 254. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (EES-reglur, fiskveiðar og fiskvinnsla) frv. 46/1996, 242. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (sjávarútvegsfyrirtæki) frv., 307. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (sjávarútvegsfyrirtæki) frv., Flm. ÁE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 92. fundur

[17:23]

Flm. (Ágúst Einarsson) (andsvar):

Herra forseti. Örstutt athugasemd við samanburð þessara tveggja þingmannafrumvarpa, annars vegar okkar, Þjóðvaka, og svo frv. fjórmenninganna. Þau eru alveg eins nema í öðru er talað um 20% og í hinu er talað um 49%. Í hvorugu frv. er talað um að hér sé um að ræða samanlagða beina og óbeina eignaraðild þannig að athugasemd hv. þm. varðandi okkar frv. á þá sömuleiðis við frv. hinna fjögurra sjálfstæðisþingmanna. Enda hafa þeir alltaf talað þannig í umræðunni. Hvort menn vilja svo breyta þessu í útfærslu sinni og leggja saman beina og óbeina eignaraðild verður bara að koma í ljós. En frumvörpin eru alveg skýr.