Fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri

Mánudaginn 19. febrúar 1996, kl. 18:33:56 (3158)

1996-02-19 18:33:56# 120. lþ. 92.3 fundur 254. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (EES-reglur, fiskveiðar og fiskvinnsla) frv. 46/1996, 242. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (sjávarútvegsfyrirtæki) frv., 307. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (sjávarútvegsfyrirtæki) frv., SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 92. fundur

[18:33]

Svavar Gestsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tek undir það síðastnefnda hjá hv. þm. Ég held að við eigum að þróa inn í iðnað okkar á þessu sviði eins og mögulegt er þá þekkingu, verkmenntun og tæknigetu sem til er annars staðar. Við eigum auðvitað líka að reyna að breyta þekkingu okkar, verkmenntun og tæknigetu í verðmæta afurð sem við seljum annars staðar. Ég er alveg sammála hv. þm. um það í sjálfu sér enda hefur deilan ekkert snúist um það.

Ég sagði hins vegar ekki að það væri til nóg af fjármagni á Íslandi. Það voru ekki mín orð heldur sagði ég að þau sjávarútvegsfyrirtæki sem hafa viljað selja hluti hafi ekki þurft að bíða lengi eftir tilboðum, þ.e. sæmileg fyrirtæki. Það hefur gengið mjög vel að selja hluti í sjávarútvegsfyrirtækjum á Íslandi og það er umhugsunarefni þegar þessi hlutabréfamarkaður fer loksins að þróast á Íslandi þegar sjávarútvegurinn kemur inn í hann. Þá er þetta að verða alvöruviðfagnsefni og ég er alveg viss um að við hv. þm. erum alveg sammála um það.