Fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri

Mánudaginn 19. febrúar 1996, kl. 19:13:33 (3169)

1996-02-19 19:13:33# 120. lþ. 92.3 fundur 254. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (EES-reglur, fiskveiðar og fiskvinnsla) frv. 46/1996, 242. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (sjávarútvegsfyrirtæki) frv., 307. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (sjávarútvegsfyrirtæki) frv., EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 92. fundur

[19:13]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Fyrri spurningin var hvort ég mundi styðja tillögu frá Þjóðvaka upp á 20% eignaraðild í fiskvinnslu eða tillögu félaga minna upp á 49% eignaraðild í fiskvinnslu. Ég hef sagt það fyrr við þessa umræðu, herra forseti, að ég hefði hugleitt það og væri þeirrar skoðunar að gagnvart fiskvinnslunni sjálfri, þar sem fyrirtækin eiga enga hlutdeild í auðlindinni, þá kæmi hvaða prósentutala sem er til greina, jafnvel 100%.

Síðan var spurt hvernig ég sæi fyrir mér framkæmdina á aðskilnaði veiða og vinnslu. Eins og ég hef áður sagt get ég ekki séð muninn á iðnfyrirtæki í rekstri á Íslandi og íslensku fiskvinnslufyrirtæki sem á fortakslaust enga aflaheimild. Ef það á enga aflaheimild sé ég engan mun á því og almennu iðnfyrirtæki við þær rekstraraðstæður sem við búum við í dag, þ.e. frjálsa verðmyndun á fiski.