Fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri

Mánudaginn 19. febrúar 1996, kl. 19:16:52 (3171)

1996-02-19 19:16:52# 120. lþ. 92.3 fundur 254. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (EES-reglur, fiskveiðar og fiskvinnsla) frv. 46/1996, 242. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (sjávarútvegsfyrirtæki) frv., 307. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (sjávarútvegsfyrirtæki) frv., EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 92. fundur

[19:16]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Mér finnst leitt að heyra að ég hafi ekki svarað spurningunni. Mér fannst svar mitt alveg skýrt. Ég vitnaði bara til fyrri ummæla minna að ég liti þannig á að fiskvinnslufyrirtæki sem ætti fortakslaust engar aflaheimildir ynni eins og hvert annað iðnfyrirtæki. Ég sé engin tæknileg vandkvæði á því að slík fyrirtæki geti orðið til hvar sem er. Það þarf ekki endilega að kljúfa núverandi fyrirtæki upp. Þau geta bara skapast við þær aðstæður sem menn vildu. Ég skil ekki og veit ekki í hverju vandamálið ætti að vera fólgið ef reglurnar eru kýrskýrar, svo að við notum það orðalag.