Fríverslunarsamningur milli EFTA-ríkjanna og Slóveníu

Þriðjudaginn 20. febrúar 1996, kl. 13:41:28 (3179)

1996-02-20 13:41:28# 120. lþ. 93.5 fundur 286. mál: #A fríverslunarsamningur milli EFTA-ríkjanna og Slóveníu# þál. 7/1996, Frsm. GHH (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 93. fundur

[13:41]

Frsm. utanrmn. (Geir H. Haarde):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti utanrmn. um till. til þál. um fullgildingu fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Slóveníu.

Nefndin hefur fjallað um málið á tveimur fundum bæði fyrir framlagningu þess og eftir að það var formlega komið til meðferðar á vettvangi Alþingis. Nefndin fékk á sinn fund utanrrh. og fulltrúa utanrrn. og kynnti sér innihald málsins. Hér er um að ræða fríverslunarsamning í takt við þá samninga sem gerðir hafa verið á vegum EFTA undanfarin ár við hin ýmsu ríki í Mið- og Austur-Evrópu.

Nefndin fagnar því að unnt skuli hafa verið að gera slíkan samning við Slóveníu og leggur til að tillagan verði samþykkt óbreytt.