Fjarnám

Miðvikudaginn 21. febrúar 1996, kl. 13:51:48 (3214)

1996-02-21 13:51:48# 120. lþ. 94.2 fundur 291. mál: #A fjarnám# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., KÁ
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur

[13:51]

Kristín Ástgeirsdóttir:

Hæstv. forseti. Það er ljóst að hæstv. menntmrh. er mikill áhugamaður um tölvur og er iðinn við að skoða þá möguleika sem þær gefa, en mig langaði að beina sjónum að öðrum þætti sem mér finnst allt of lítið notaður hér á landi sem er sjónvarp. Fyrir nokkrum árum voru gerðar tilraunir með sjónvarpsþætti til kennslu en það datt allt upp fyrir vegna peningaskorts. En ég vil beina því til hæstv. menntmrh. að ef fyrirhugað er að gera eitthvað í þessum málum og efla fjarkennslu þá gleymi menn ekki því tæki og þeirri tækni sem sjónvarpið hefur upp á að bjóða þó að menn að sjálfsögðu eigi að nota tölvurnar líka.