Póstur og sími

Mánudaginn 26. febrúar 1996, kl. 15:35:30 (3251)

1996-02-26 15:35:30# 120. lþ. 95.1 fundur 202#B póstur og sími# (óundirbúin fsp.), samgrh.
[prenta uppsett í dálka] 95. fundur

[15:35]

Samgönguráðherra (Halldór Blöndal):

Herra forseti. Eins og fram kemur í því frv. sem lagt hefur verið fram og jafnvel stendur til að ræða á morgun stendur minn hugur til þess að breyta stofnun Pósts og síma í Póst og síma hf. Þar verði eitt hlutabréf í eigu ríkisins. Það er vilji minn og ég horfi á Póst og síma þannig til framtíðar.

Ég þori á hinn bóginn ekki að lofa neinu um það að einhver annar en ég kunni ekki að leggja fram brtt. eða frv. um hið gagnstæða, t.d. sá þingmaður sem hér stóð upp áðan. Ég hef ekki hugmynd um hvaða hugmyndir berjast um í höfði hennar með fullri virðingu fyrir henni og má vera að hún hafi einkavæðingu Pósts og síma í huga.