Úreldingarreglur fyrir fiskiskip

Mánudaginn 26. febrúar 1996, kl. 15:40:27 (3255)

1996-02-26 15:40:27# 120. lþ. 95.1 fundur 203#B úreldingarreglur fyrir fiskiskip# (óundirbúin fsp.), SJS
[prenta uppsett í dálka] 95. fundur

[15:40]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Ég þakka fyrir að hafa fengið svar frá hæstv. ráðherra. Það er betra en ekki neitt að svar liggi fyrir og óvissunni hafi verið eytt. Hins vegar er ég afar ósáttur við svarið. Ég held að það sé afspyrnuvond niðurstaða að halda við þessar reglur óbreyttar og sérstaklega í ljósi þess að mikil þörf er á endurnýjun í loðnuflotanum eða nótaskipaflotanum. Það er alveg ljóst að að verður um 20% minnkun á burðargetu skipanna við það að taka upp RSV-kælitækni og einangraðar lestir. Það er hins vegar forsenda þess að við komumst í almennilegt horf hvað varðar meðferð á hráefni. Verðlagið á úreldingunni nú er orðið óhóflegt. Hver rúmmetri í fiskiskipi í dag kostar 100 þús. kr. Með öðrum orðum, það kostar 200 millj. að kaupa pláss ef stórt loðnuskip með 1.000 tonna burðargetu er endurnýjað. Þetta eru algerar ógöngur, herra forseti. Ég er þess vegna óánægður með svarið og mun með einum eða öðrum hætti reyna að fylgja því eftir að þessari stefnu verði breytt.