Stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar

Þriðjudaginn 27. febrúar 1996, kl. 14:53:08 (3281)

1996-02-27 14:53:08# 120. lþ. 96.1 fundur 331. mál: #A stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar# frv. 103/1996, ÁE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur

[14:53]

Ágúst Einarsson (andsvar):

Herra forseti. Ekki er hægt að ræða um ,,háeff-væðingu`` Pósts og síma án þess að það sé betur upplýst hvað menn ætli að gera með ríkisbankana. Ég bið hv. þm. um að knýja á um svör eigin flokksmanna þannig að það liggi fyrir. Ég veit vel að það stendur í frv. að gert er ráð fyrir hugsanlegum aðskilnaði. Ég spurði hv. þm.: Er hann reiðubúinn til að standa að því að það verði gert? Ég tel að þetta frv. sé með verst unnu frumvörpum sem hafa komið fram á Alþingi og ég bendi líka á að ekki er hægt að ræða þetta frv. meðan fyrir liggja fyrirhuguð frumvörp um breytingu á réttarstöðu opinberra starfsmanna, tvö frumvörp frá fjmrh., frv. frá félmrh., væntanlegt frv. frá viðskrh. um ,,háeff-væðingu`` ríkisbankanna. Það er ekki hægt, herra forseti, að ræða þessi mál nema allt komi upp á borðið í sameiginlegri umræðu.