Stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar

Þriðjudaginn 27. febrúar 1996, kl. 14:56:04 (3283)

1996-02-27 14:56:04# 120. lþ. 96.1 fundur 331. mál: #A stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar# frv. 103/1996, MS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur

[14:56]

Magnús Stefánsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þm. Össuri fyrir hlýjan hug í minn garð og ætla að gefa mér góð ráð. (ÖS: Og annarra framsóknarmanna.) Já, ég þakka fyrir það. Það er alltaf góður hugur sem fylgir slíku. En hvað varðar sölu Pósts og síma hf. koma fram ákvæði um þau mál í frv. Það er m.a. að frumkvæði okkar framsóknarmanna að þar er skýrt kveðið á um það að það sé Alþingi sem ákveði ef á að selja hlut í fyrirtækinu. Ég tel að ákvæði um þetta efni geti varla verið miklu skýrara og það sýnir m.a. vilja og hug framsóknarmanna í málinu. Ég held að ég geti ekki svarað þessu öðruvísi.

Ég ætla hins vegar ekki að fara út í það að ræða reynsluheim hv. þm. af samstarfi við hæstv. samgrh.