Stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar

Þriðjudaginn 27. febrúar 1996, kl. 15:50:14 (3299)

1996-02-27 15:50:14# 120. lþ. 96.1 fundur 331. mál: #A stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar# frv. 103/1996, ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur

[15:50]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Varðandi athugasemdir hæstv. ráðherra er rétt metið hjá honum að ég tók undir skoðun Hreins Loftssonar sem kom fram í Tímanum á laugardaginn. (Gripið fram í.) Nú, það er líklega einnig í BSRB-blaðinu, ég vissi það ekki. En ég tek undir það að ég tel að það þurfi að skipta þessu upp og tók undir það með honum. Aftur á móti sé ég ekki hvað ætti að vera erfiðara hér á landi að skipta þessu fyrirtæki í póststofnun og símamálastofnun þar sem það hefur verið gert á Norðurlöndum og víðast í Evrópu og menn hafa alveg getað tekist á við það þar. Ég sé því ekki að við getum ekki tekist á við þetta.

Aftur á móti eru margar aðrar spurningar sem hæstv. ráðherra hefur ekki svarað enn þá en verða að bíða betri tíma síðar í umræðunni.