Stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar

Þriðjudaginn 27. febrúar 1996, kl. 16:14:18 (3302)

1996-02-27 16:14:18# 120. lþ. 96.1 fundur 331. mál: #A stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar# frv. 103/1996, KH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur

[16:14]

Kristín Halldórsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Mér þykir verst að hæstv. ráðherra svaraði ekki spurningunum sem ég beindi til hans. Ég nefni sérstaklega tvær spurningar. Ég spurði um tekjurnar af rekstrinum sem Pósti og síma hefur verið gert að skila, mjög háum upphæðum í ríkissjóð á undanförnum árum. Og ég spurði hvort það yrði einhver breyting þar á eða hvernig ráðherra mundi tryggja að ríkissjóður yrði ekki af tekjum vegna Pósts og síma. Ég spurði líka mjög forvitnilegrar spurningar. Ég spurði um rétt til setu á aðalfundi þess félags sem er aðeins í eigu eins aðila.