1996-02-28 13:42:40# 120. lþ. 97.1 fundur 292. mál: #A ákvæði hegningarlaga er varða óviðeigandi ummæli um erlenda þjóðhöfðingja# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., dómsmrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 97. fundur

[13:42]

Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson):

Herra forseti. Svar mitt byggðist á því hvernig þessi fyrirspurn var lögð fyrir skriflega og útbýtt í þinginu. Ég tel hins vegar eins og ég sagði áðan að það sé fyllilega eðlilegt að breyta þeim refsiramma sem gilda um brot af þessu tagi til samræmis við það sem gildir í norrænni löggjöf. Að mínu mati er þessi refsirammi allt of hár en ég hef ekki séð ástæðu til þess að beita mér fyrir því að fella þessi ákvæði niður í umræddri grein.