Fjárfesting Íslendinga erlendis

Miðvikudaginn 28. febrúar 1996, kl. 14:28:52 (3376)

1996-02-28 14:28:52# 120. lþ. 97.5 fundur 319. mál: #A fjárfesting Íslendinga erlendis# fsp. (til munnl.) frá viðskrh., PHB
[prenta uppsett í dálka] 97. fundur

[14:28]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Ég þakka fyrirspyrjanda og hæstv. ráðherra fyrir góð svör. Ég bendi á að tífalt meira fjármagn streymir út en inn og það ætti að vekja menn til umhugsunar um það að hér eru einhver höft á atvinnulífinu sem þarf að finna og leysa. Það þarf að leysa atvinnulífið úr dróma. Þær ráðstafanir sem hæstv. ráðherra nefndi voru aðallega til þess að þvinga fram fjárfestingu en ekki til þess að lokka hana og ég bendi á muninn á því að ýta og lokka.

Ég geri ráð fyrir að stærstu fjárfestingarnar erlendis séu ekki inni í þessu og það eru Björk Guðmundsdóttir og Kristján Jóhannsson sem íslensk skattalög hafa fælt úr landi.