Norræna ráðherranefndin 1995

Fimmtudaginn 29. febrúar 1996, kl. 12:26:36 (3418)

1996-02-29 12:26:36# 120. lþ. 99.1 fundur 329. mál: #A Norræna ráðherranefndin 1995# skýrsl, 337. mál: #A norrænt samstarf 1995# skýrsl, RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 99. fundur

[12:26]

Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta er mjög áhugavert sjónarmið sem kemur fram hjá þingmanninum og vissulega til umhugsunar fyrir okkur. Ég vil minna á að Ísland reyndi einna lengst að sporna við því að við hyrfum frá gamla fyrirkomulaginu, þ.e. land á móti landi í vægi og þar með hlutdeild okkar í ákvarðanatökunni. Það var og það land sem síðast gaf sig með þá afstöðu að vilja ekki fara inn í ,,flokkahóp gegn flokkahópi`` ef við notum ,,gegn`` eða jafnvel ,,flokkahóp með flokkahópi``. Það á eftir að koma í ljós hvort þessi breyting sem nú er orðin staðreynd verður til góðs eða hvort hún verður upphafið af því að Norðurlandastarfið eins og við þekkjum það best byrji að þurrkast út. Ég held að þessi breyting sé til þess fallin að efla stöðu okkar í víðara samhengi og í Evrópusamstarfi því við getum beitt okkur í sérhverjum flokkahópi þannig að flokkahópurinn sem á síðan samstarf inn í Evrópuflokkahópana geti farið með sameiginleg sjónarmið sem hafa komið fram í Norðurlandasamtarfinu, á Norðurlandaþingum og í þessum stóru nefndum sem nú skipta á milli sín verkefnunum í Norðurlandaráði og að Norðurlandaráð sé með þessu að reyna að ná sér í tæki til að flytja þessi áhrif með sterkari hætti inn í evrópska samstarfið. Eins og okkur öllum hefur verið það erfitt og ég held að Íslendingar standi alveg saman að berjast fyrir ,,land á móti landi-stöðunni`` ef unnt er, þá hef ég skilið það svo að þetta hafi orðið ofan á til þess að reyna að hafa enn sterkari áhrif utan Evrópusambands sem innan, en inn í Evrópu.